Slæmu veðri fylgir oft allskonar stíflur, hér má sjá gröfumann sem var að opna ósinn í Lóninu í Kelduhverfi en þjóðvegurinn var við það að hverfa undir vatn í dag.
Slæmu veðri fylgir oft allskonar stíflur, hér má sjá gröfumann sem var að opna ósinn í Lóninu í Kelduhverfi en þjóðvegurinn var við það að hverfa undir vatn.
Eins og sjá má var vegurinn baðaður vatni sem komst ekki til sjávar þar sem ósinn var stíflaður.
Bílar á vegum Vegagerðarinnar voru einnig á ferðinni að losa aðrar stíflur, það er snjó af vegum en mikið hefur snjóað á norður horninu síðustu daga.
Veðrið var fallegt í dag en mikil hálka var á vegum.