Framsýn boðar til fundar í samstarfi við stjórnendur verktakafyrirtækisins G&M fimmtudaginn 26. nóvember kl. 15:30 í kaffistofu starfsmanna á Þeistareykjum. Farið verður yfir samkomulag Framsýnar og G&M varðandi launakjör pólskra starfsmanna við byggingu stöðvarhússins á Þeistareykjum. Jafnframt verður gengið frá kjöri á trúnaðarmanni sem ætlað er að gæta hagsmuna starfsmanna í samstarfi við Framsýn og G&M.
Framsýn hefur boðað til fundar með pólskum starfsmönnum sem starfa á Þeistareykjum á fimmtudaginn.