Bæjarráð Norðurþings boðaði formann Framsýnar til fundar fyrir helgina til að ræða áhyggjur félagsins varðandi erlenda verktaka á svæðinu sem sumir hverjir greiða ekki skatta eða aðrar skyldur til samfélagsins. Sjá frétt á heimasíðunni „Óheillaþróun – sveitarfélög verða af útsvarstekjum“. Fundurinn var vinsamlegur og fyrir liggur að bæjarstjórn Norðurþings vill eiga gott samstarf við Framsýn varðandi uppbygginguna á svæðinu er tengist ákvörðun PCC að reisa kísilmálmverksmiðju á Bakka og bregðast við þeim vandamálum sem upp koma á framkvæmdatímanum í samstarfi við Framsýn.
Formaður Framsýnar átti fundi með bæjarráði Norðurþings fyrir helgina.