RSK tekur ekki undir með Framsýn

Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag er haft eftir starfsmanni ríkisskattstjóra að ekkert bendi til þess að íslensk fyrirtæki útvisti verkefnum til erlendra fyrirtækja til að komast undan því að greiða skatta og skyldur á Íslandi eins og Framsýn haldi fram.Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, undrast þessi ummæli og spyr hvort það sé virkilega þannig að embætti ríkisskattstjóra sé ekki betur inn í málum en þetta. Sé svo, sé embættið á villigötum. Fulltrúar Framsýnar muni hafa samband við embættið eftir helgina og upplýsa þá um stöðu mála.

Embætti ríkisskattstjóra er ekki sammála Framsýn um að íslensk fyrirtæki útvisti verkefnum til að komast hjá því að greiða skatta og skyldur á Íslandi. Formanni Framsýnar er misboðið, málið snúist ekki bara um að komast hjá því að greiða skatta á Íslandi heldur einnig að komast hjá því að greiða laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Félagið hafi undir höndum gögn sem staðfesta það. Myndin tengist ekki fréttinni.