Framsýn í stað FH

Sunddeild Völsungs og Sundráð HSÞ hafa unnið saman að því undarfarin ár að skapa frábært sundfólk á öllum aldri. Í gær var komið að uppskeruhátíð sundfólks. Fjöldi fólks var saman komið í sal Borgarhólsskóla á Húsavík þar sem verðlaunaafhending fór fram fyrir góðan árangur á árinu. Hátíðin var öll hin glæsilegasta og eftir verðlaunaafhendinguna var öllum boðið upp á pizzu. Framsýn, stéttarfélag gaf sunddeildunum nýjan glæsilegan farandbikar sem kemur í staðinn fyrir eldri bikar sem Fiskiðjusamlag Húsavíkur gaf á sínum tíma. Stigahæsta félagið á svæðinu á hverjum tíma kemur til með að fá bikarinn í sínar hendur til varðveislu í eitt ár. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, afhendi bikarinn stigahæsta liðinu, það er Sunddeild Völsungs.

Sunddrottning Þingeyinga, Valdís Jósefsdóttir, heldur hér á nýja farandbikarnum sem Framsýn gaf sunddeildunum í gær á uppskeruhátíðinni.

Vá ég fékk verðlaunapening!!

Það voru margir verðlaunaðir í gær fyrir frábæran árangur.

Um 100 manns voru á hátíðinni í gær sem fór vel fram.

Valdís Jósefsdóttir fór heim klifjuð af verðlaunagripum enda stigahæst allra keppenda sem voru verðlaunaðir í gær.