Bað um góðar kveðjur til Íslands

Ríkistjórn Finnlands hefur boðað verulegar skerðingar á greiðslum og réttindum fólks á vinnumarkaði í Finnlandi. Mótmæli hafa verið í landinu vegna þessa og hafa verkalýðsfélögin staðið fyrir aðgerðum til að koma í veg fyrir skerðingarnar sem koma sérstaklega illa við við fólk með litlar tekjur, þar á meðal SEL sem stendur fyrir samband verkafólks í matvælaiðnaði í Finnlandi. Meðal þeirra sem hafa komið á framfæri baráttukveðjum til SEL er Starfsgreinasamband Íslands. Í ferð stjórnenda Framsýnar til Finnlands fyrir helgina notaði formaður SEL tækifærið og þakkaði Starfsgreinasambandinu fyrir stuðninginn sem hann sagði skipta miklu máli í baráttunni fyrir því að ríkistjórn Finnlands dragi tillögur sínar til baka varðandi niðurskurð á framlögum til velferðarmála.

Henri Lindholm frá SEL er hér ásamt formanni Framsýnar, Aðalsteini Árna Baldurssyni, sem situr í framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins. Hann þakkaði vel fyrir stuðning SGS til finnsku verkalýðshreyfingarinnar gegn ríkistjórn Finnlands.