Fulltrúar frá Þekkingarneti Þingeyinga og Framsýn gerðu sér ferð upp á Þeistareyki til að funda með talsmönnum LNS Saga og Landsvirkjunar á svæðinu. Tilefni ferðarinnar var að gera forsvarsmönnunum grein fyrir starfsemi Þekkingarnetsins og kanna möguleikana á samstarfi um starfsmenntun og aðra fræðslu. Þá var einnig farið yfir möguleika fyrirtækjanna á styrkjum úr starfsmenntasjóðum sem fyrirtækin eru greiðendur til í gegnum starfsmenn sem greiða til Framsýnar. Fundurinn var mjög vinsamlegur og fullur vilji er til þess að taka upp samstarf um þessa þætti.
Á fundinum á Þeistareykjum var farið yfir mögulegt samstarf LNS Saga og Landsvirkjunar við Þekkingarnet Þingeyinga. Fullur vilji er til þess að skoða samstarf um fræðslumál.