Landsnet hefur orðið við beiðni Framsýnar um fund um framkvæmdir fyrirtækisins sem tengjast línulögn frá Þeistareykjum með tengingu við Kröflu á iðnaðarsvæðið á Bakka. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 25. ágúst í fundarsal stéttarfélaganna. Á fundinum munu fulltrúar Landsnets gera forsvarsmönnum stéttarfélaganna sem hagsmuna hafa að gæta grein fyrir framkvæmdinni.
Fulltrúar frá Landsneti eru væntanlegir eftir helgina til Húsavíkur til að funda með fulltrúum stéttarfélaganna um línulögnina frá Þeistareykjum á iðnaðarsvæðið á Bakka.