Ekki þarf að koma á óvart að lítið atvinnuleysi er í Þingeyjarsýslum enda mikið um framkvæmdir og þá er ferðaþjónustan í miklum blóma um þessar mundir og sláturtíðin hjá Norðlenska og Fjallalambi framundan. Á landinu öllu var 2,6% atvinnuleysi í júlí sem þýðir að 4.678 hafi verið atvinnulausir. Á Norðurlandi eystra var atvinnuleysis 2% í júlí sem er lægsta skráð atvinnuleysi í júlí frá árinu 2008 en þá var atvinnuleysið 1,7%. Árið eftir, það er árið 2009 fór atvinnuleysið upp í 6,1% á Norðurlandi eystra. Á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum voru í heildina 65 skráðir atvinnulausir í lok júlí. Þeir skiptast þannig:
Norðurþing 39
Langanesbyggð 15
Þingeyjarsveit 5
Svalbarðshreppur 3
Tjörneshreppur 2
Skútustaðahreppur 1
Góður gangur er í atvinnumálum í Þingeyjarsýslum um þessar mundir og því lítið atvinnuleysi.