Stéttarfélagið Framsýn hefur boðað til fundar með pólskum starfsmönnum G&M Sp.z o.o sem starfa á Þeistareykjum við uppbyggingu á stöðvarhúsinu. Fyrirtækið er undirverktaki hjá LNS Saga sem sér um uppbygginguna fyrir Landsvirkjun. Á svæðinu í dag starfa um 45 pólskir starfsmenn fyrir utan aðra starfsmenn sem flestir koma frá Íslandi. Fundurinn verður haldinn næsta þriðjudag. Hugmyndin með fundinum er að fara ákveðin málefni er snerta réttindi og kjör starfsmanna. Fullur vilji er meðal samstarfsaðila að hafa öll mál á Þeistareykjum í góðu lagi.
Stéttarfélögin Framsýn og Þingiðn leggja mikið upp úr því að vera í góðu sambandi við verktaka á stór Húsavíkursvæðinu enda framundan miklir uppbyggingartímar á svæðinu. Hér er formaður Framsýnar með einum af pólsku verkamönnunum á svæðinu.