Stjórn Alþýðusamband Norðurlands kom saman til fundar á Húsavík í gær þar sem dagskrá 34. Þing sambandsins sem boðað er til á Illugastöðum 2.-3. október næstkomandi var rædd. Stjórnarmenn gerðu sér ferð á Bakka til að skoða framkvæmdir þar undir leiðsögn Aðalsteins Árna Baldurssonar formanns framsýnar. Stjórnarmenn sýndu framkvæmdum mikinn áhuga og voru ánægði að heyra að verktakar af Norðurlandi væru með margvísileg og mikil verkefni einnig voru kjör og starfsaðstaða starfsmanna við stórframkvæmdirnar á Þeistareykjum ásamt Bakka ræddar.
Eiður Stefánsson formaður FVSA, Huld Aðalbjarnardóttir Framsýn, Aðalbjörg Valdimarsdóttir varaformaður stéttarfélagsins Samstöðu, Agnes Einarsdóttir Framsýn og Jóhann Rúnar Sigurðsson formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri