Flest aðildarfélög BSRB þar á meðal Starfsmannafélag Húsavíkur hafa ákveðið í samráði við viðsemjendur sína að fresta samningaviðræðum fram í ágúst.
Á fundi samninganefndar ríkisins við Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu fyrir helgi var gengið frá bókun þess efnis að fresta frekari samningaviðræðum til 6. ágúst næstkomandi. Nú hafa önnur aðildarfélög BSRB sem semja við ríkið einnig gengist undir þetta samkomulag en samningar flestra félaganna hafa verið lausir frá 30 . apríl.
Jafnframt var samþykkt ákvæði á milli aðildarfélaga BSRB og Samningarnefndar ríkisins um að takist samningar milli félaganna og ríkisins fyrir 30. september muni gildistími þeirra samninga verða frá 1. maí sl.
Þá hefur sambærilegt samkomulag verið gert við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir þau aðildarfélög BSRB sem semja við sveitarfélögin.
Aðildarfélög BSRB hafa frestað frekari kjaraviðræðum við ríkið og sveitarfélög fram á haustið, sumarið er jú komið og því ekki auðvelt að halda úti kjaraviðræðum vegna sumarleyfa.