Atkvæðagreiðsla um kjarasamning verslunar- og skrifstofufólks að hefjast

Rafræn atkvæðagreiðsla aðildarfélaga Landssambands ísl. verzlunarmanna um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda hefst 10. júní 2015 kl. 9:00 og lýkur 22. júní kl. 12:00 á hádegi. Kjörgögn með nánari upplýsingum munu berast félagsmönnum Framsýnar á næstu dögum sem starfa eftir þessum kjarasamningi. Aðgangur að rafrænum atkvæðaseðli er á heimasíðu LÍV. Félagsmönnum er einnig velkomið að greiða atkvæði með rafrænum hætti á Skrifstofu stéttarfélaganna meðan á kjörfundi stendur. Nánari upplýsingar er hæg að fá á skrifstofu Framsýnar.

Félagar í Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar fá á næstu dögum aðgang að rafrænni atkvæðagreiðslu um kjarasamning SA og LÍV sem Framsýn á aðild að.