Framsýn og Samtök atvinnulífsins gengu í gær frá endurnýjuðum samningi fyrir starfsmenn við hvalaskoðun á Húsavík. Samkomulagið er eftirfarandi:
Samkomulag aðila frá 9. ágúst 2013, með breytingum frá 21. febrúar 2014, mun gilda á samningstíma aðalkjarasamnings, þ.e. til 31. desember 2018. Mánaðarlaun almennra starfsmanna hækka þannig um kr. 25.000 frá 1. maí 2015, kr. 15.000 frá 1. maí 2016, 4,0% frá 1. maí 2017 og 3,0% frá 1. maí 2018. Aðrir kaupliðir hækka með sama hætti og kaupliðir í almennum kjarasamningi aðila.
Reykjavík, 28. maí 2015
F.h. Framsýnar stéttarfélags F.h. Samtaka atvinnulífsins
Samhliða kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands var skrifað undir samning Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins vegna starfsmanna við hvalaskoðun á Húsavík. Hér er foramður Framsýnar með samninginn eftir undirritun hans.