Húsavík skartar góðum veitingastöðum

Húsavík hefur byggst upp sem eftirsóttur ferðamannastaður á undanförnum árum og skartar t.d. nokkrum góðum veitingastöðum. Einn af þeim er Naustið sem sérhæfir sig í fiskréttum. Staðurinn hefur fengið góða dóma og er til mikillar fyrirmyndar. Full ástæða er til fyrir heimamenn og ferðamenn að koma við og fá sér ljúffenga máltíð á Naustinu í notalegu umhverfi rétt við höfnina á Húsavík sem er einn fallegasti staðurinn á Húsavík.

Það er vel tekið á móti gestum sem leggja leið sína á veitingastaðinn Naustið við Húsavíkurhöfn sem sérhæfir sig í fiskréttum.

Svona bros fær menn til að kaupa meira og meira…..