Atvinnuástandið á félagssvæði Framsýnar hefur allt frá hruninu 2008 verið heldur að lagast. Það sýna tölur Vinnumálastofnunar en 203 félagsmenn komu inn á atvinnuleysisskrá árið 2014. Þeir voru 209 árið 2013.
Félagsmenn fengu greiddar kr. 122.986.578,- í atvinnuleysisbætur og mótframlög frá Vinnumálastofnun á árinu 2014. Greiðslurnar hækkuðu töluvert milli ára en upphæðin var kr. 114.240.283,- árið 2013.
Dagpeningar 105.313.719
Tekjutenging 5.007.375
Barnadagpeningar 3.555.367
Samtals 113.876.461
Mótframlag 9.110.117
Á aðalfundi Framsýnar í síðustu viku kom fram ákveðin bjartsýni varðandi atvinnumálin þar sem framkvæmdir eru hafnar á Þeistareykjum auk þess sem góðar líkur eru á að framkvæmdir á Bakka hefjist í sumar.
122 milljónir voru greiddar í atvinnuleysisbætur til félagsmanna Framsýnar á síðasta ári.