Verkfallsbrot – nokkur mál komið upp í dag

Nokkur verkfallsbrot hafa komið upp í dag á félagssvæði Framsýnar. Félagið er með mjög öfluga verkfallsvakt sem staðið hefur vaktina. Fyrir liggur að ákveðin fyrirtæki munu fá áminningabréf frá félaginu á næstu dögum.

Verkfallsverðir Framsýnar hafa farið víða í dag.

Formaður verkfallsvaktarinnar, Jakob Gunnar Hjaltalín,  hefur staðið í ströngu í dag.