Fram kom í ræðu formanns Framsýnar á hátíðarhöldunum 1. maí að félagið hefði þegar samið við níu fyrirtæki á félagssvæðinu. Viðræður væru í gangi við fleiri fyrirtæki og reiknaði Aðalsteinn með því að undirrita nokkra samninga til viðbótar eftir helgina. Það er áður en tveggja daga verkfall hefst í næstu viku það er 6 og 7. maí.
Búið er að skrifa undir níu kjarasamninga og nokkrir eru í burðarliðnum. Þetta kom fram í hátíðarræðu formanns Framsýnar á 1. maí.