Formaður Framsýnar í sjónvarpsþætti í kvöld

Samkvæmt heimildum heimasíðunnar verður formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, gestur Páls Magnússonar fjölmiðlamanns  á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld. Að sjálfsögðu verða kjaramál til umræðu. Almenn ánægja er með nálgun Framsýnar varðandi áhugaleysi Samtaka atvinnulífsins. Félagið hefur ákveðið að hefja viðræður við atvinnurekendur í heimabyggð.

Framsýn hefur verið mjög áberandi í fjölmiðlum, ekki síst síðustu daga. Formaður Framsýnar hefur farið í fjölmörg viðtöl og komið skoðunum félagsmanna vel á framfæri svo eftir því hefur verið takið. Gengur hann undir nafninu Tungufoss.