Verkalýðsforingjarnir og félagarnir Aðalsteinn Á. Baldursson og Vilhjálmur Birgisson þáðu boð Samtaka atvinnulífsins og sóttu ársfund samtakana sem haldinn var í Hörpu fyrir helgina. Með þeim var starfsmaður Starfsgreinasambandsins Árni Steinar Stefánsson. Nokkrir þjóðþekktir menn komu og settust hjá þeim félögum við borðið, meðal annars Kristján Loftsson sem stóð að verulegum hækkunum til stjórnarmanna í HB-Granda auk þess sem fyrirtækið greiddi eigendum fyrirtækisins 2,7 milljarða í arð. Það má því segja með sanni að elítan og fátæk alþýða hafi setið við sama borð á ársfundi Samtaka atvinnulífsins ásamt fyrrverandi alþingismönnum og ráðherrum. Samsetning borðfélaganna vakti töluverða athygli á ársfundinum.
Frá vinstri Hrafn Magnússon, Svavar Gestsson, Vilhjálmur Birgisson, Árni Steinar Stefánsson, Aðalsteinn Árni Baldursson, Guðni Ágústsson og Kristján Loftsson.