Komu víða við

Formaður og varaformaður Framsýnar komu víða við í vinnustaðaheimsóknum fyrir helgina. Þau áttu erindi til Akureyrar og notuðu tækifærið og heilsuðu upp á Ragnar og samstarfsmenn í JMJ sem er með betri fataverslunum landsins. Fulltrúum Framsýnar var vel tekið og boðið upp á kaffi, konfekt og fleiri góðar veitingar.

Hér er Ósk varaformaður með þeim Ragnari sem er göngufélagi hennar og Sigþóri starfsmanni JMJ. Takk fyrir góðar móttökur.