Boðað til fundar í Framsýn strax eftir páska – atkvæðagreiðsla að hefjast

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar mun koma saman til fundar strax eftir páska, það er þriðjudaginn 7. apríl. Á fundinum verður tekin ákvörðun um atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls meðal félagsmanna Framsýnar síðar í apríl. Um verður að ræða rafræna atkvæðagreiðslu.