Heimasíðan mikið skoðuð

Ljóst er að fjölmargir fylgjast með umræðunni á heimasíðu stéttarfélaganna, www.framsyn.is. Síðustu daga hafa rúmlega þúsund manns heimsótt heimasíðuna, þar af eru 45% nýir lesendur sem staðfestir að heimasíðan er í stöðugri sókn. Þá er full ástæða til að gleðjast yfir því að heimasíða stéttarfélaganna er virkasta heimasíðan innan aðildarfélaga ASÍ.

Fjölmargir sjá ástæðu til að skoða heimasíðu stéttarfélaganna reglulega.