Starfsfólk á vinnustöðum sem hefur áhuga á að fá formann Framsýnar í heimsókn til að skýra stöðuna í kjaradeilu stéttarfélaganna við Samtök atvinnulífsins og hugsanleg verkfallsátök er beðið um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.
Formaður Framsýnar er klár að koma á vinnustaði og fræða félagsmenn um stöðu mála óski félagsmenn eftir því.