Dregið í jólagetraun stéttarfélaganna

Búið er að draga í jólagetraun stéttarfélaganna. Maðurinn reyndist vera Ingólfur Ingólfsson úr Grundargili í Reykjadal:

„Til að hafa vinningsvon
verð ég víst að svara.
Þetta er Ingólfur Ingólfsson
Ingólfs bókbindara.“

Þessa vísu orti einn maður sem skilaði inn lausn við jólagetrauninni.

Vinningshafar:

Halla Loftsdóttir Álftanesi Aðaldal

Ósk Þorkelsdóttir Árholti  Húsavík

Ingigerður Arnljótsdóttir Gautlöndum  Mývatn

Elísabet Sigurðardóttir Baughól 50 Húsavík

Kristjana Kristjánsdóttir Hvítafell Reykjadal

Maðurinn ber nafnið Ingólfur Ingólfsson og býr í Grundargili í Reykjadal:

Þorsteinn Ragnarsson sem starfar hjá VÍS á Húsavík var fenginn til að draga heppna vinningshafa. Hér er hann ásamt Lindu Bald starfsmani stéttarfélaganna.