Stjórn Framsýnar, trúnaðarmannaráð, trúnaðarmenn félagsins, stjórnir deilda og starfsmenn stéttarfélaganna tóku þátt í loka fundi Framsýnar á árinu 2014 sem fram fór síðasta föstudag, það er jólafundi félagsins. Hefð er fyrir því að þakka þessum aðilum fyrir vel unnin störf í þágu félagsins með því að bjóða þeim á fundinn sem er ekki hefðbundinn þar sem boðið er upp á veitingar í lok fundarins auk skemmtiatriða sem útbúin eru af félagsmönnum. Hér má sjá nokkrar myndir frá fundinum:
Það var mikið hlegið enda töfruðu fundarmenn fram mörg mögnuð skemmtiatriði.
Hrútabandið spilaði og söng fram eftir kvöldi.
Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar og Ágúst Óskarsson starfsmaður VIRK eru hér að semja vísu sem Ágúst flutti síðar um kvöldið sem vakti mikla athygli og hlaut sérstök verðlaun.
Linda Baldurs starfsmaður stéttarfélaganna og Jóna Matthíasdóttir formaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar gerðu tilraun til að semja góða vísu en það gekk ekki alveg upp eða þannig.
Við kunnum að yrkja! Guðrún Steingrímsdóttir trúnaðarmaður starfsmanna á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og Birgitta Svavarsdóttir skiluðu góðu verki og sigruðu í vísnakeppninni sem fram fór á fundinum ásamt Gústa og Ósk.
Guðný Gríms sem situr í trúnaðarmannaráði er hér á tali við formann Framsýnar, Aðalstein Á. Baldursson.
Ölver Þráinsson trúnaðarmaður í Norðlenska sá ástæðu til að lesa Fréttabréf stéttarfélagnna meðan hann beið eftir næsta dagskrárlið.
Þær voru á svæðinu, Þórdís Jónsdóttir trúnaðarmaður starfsmanna í Hafralækjarskóla og Sigrún Marinósdóttir trúnaðarmaður starfsmanna á skrifstofu Þingeyjarsveitar.
Björn Viðar stjórnarmaður í Sjómannadeild Framsýnar og Aðalsteinn Gísla stjórnarmaður í Framsýn voru að venju í góðu skapi.
Kacia og Ingunn Ólína starfa báðar í Kaskó á Húsavík. Kacia er í stjórn Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar og Ingunn Ólína hefur verið trúnaðarmaður starfsmanna í Kaskó.
Nokkrar mjög gáfulegar ræður voru fluttar. Hér er Páll Helgason trúnaðarmaður í Rifósi í Kelduhverfi að flytja eina slíka.
Heiðursgestir kvöldsins voru Kristbjörg Sigurðardóttir fyrrverandi varaformaður Framsýnar og Jónas Kristjánsson formaður Þingiðnar.
Fosshótel Húsavík klikkar ekki, þeir sáu um hlaðborðið sem var glæsilegt.
Hrólfur kokkur var á svæðinu og fór yfir það sem var í boði.