Fréttabréf stéttarfélaganna fór í prentun í dag og er væntanlegt til lesenda á næstu dögum. Að venju er blaðið fullt af fréttum. Sérstaklega er fjallað um vinnustaðaheimsóknir undanfarna mánuði sem og samninga sem félögin hafa gert varðandi gistimöguleika félagsmanna í Reykjavík og á Akureyri.