Fleiri kostir í boði í gistingu

Stéttarfélögin hafa samið við Reykjavík Lights hótel í Reykjavík um gistingu á hagstæðu verði fyrir félagsmenn. Hótelið stendur við Suðurlandsbraut og var nýlega tekið í notkun og er þriggja stjörnu hótel. Verð fyrir félagsmenn með niðurgreiðslum frá félögunum er kr. 9000 fyrir eins manns herbergi og kr. 12000 fyrir tveggja manna herbergi. Morgunverður er innifalinn í verðinu.
Reykjavík Lights hótel er góð viðbót fyrir félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum þurfi þeir á gistingu að halda í Reykjavík. Hótelið stendur við Suðurlandsbrautina.