Gengið frá stofnanasamningi

Framsýn hefur endurnýjað stofnanasamning við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Samningurinn byggir á framlagi sem fylgdi síðustu kjarasamningum sem undirritaðir voru síðasta vetur. Samningurinn tryggir sumum starfsmönnum allt að tveimur launaflokkum sem koma inn vegna starfsaldurs. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Skrifstofu stéttarfélaganna.
Gengið hefur verið frá nýjum stofnanasamningi við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.