
Ittoqqortoormiit:
Afskekktasta þorp Grænlands heitir Ittoqqortoormiit. Það er á austurströndinni, á 70. breiddargráðu, næstum þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli. Íbúar eru á fimmta hundrað, þar af 110 börn undir 16 ára aldri. Íbúar Ittoqqortoormiit eru ekki ríkir í veraldlegum skilningi, en að sami skapi auðugir þegar kemur að ljúfmennsku, gestrisni og hjartagæsku.
Það er gaman að segja frá því að tveir grunnskólar í Reykjavík hafa þegar ákveðið að taka þátt í þessu með okkur. Við leitum eftir nýjum eða óslitnum og hreinum fatnaði.
Allir vinir barna á Grænlandi, sem vilja leggja þessu lið með einum eða öðrum hætti, eru hér með beðnir um að senda skilaboð gegnum Facebook-hóp söfnunarinnar, eða með tölvupósti í hrokurinn@gmail.com.
Munum, að við erum heppnasta þjóð í heimi með nágranna!