
Patrekur og Baldur höfðu vart undan við að afgreiða gesti í dag.
Gamli bærinn er vinalegur veitingastaður í eini fallegustu náttúru Íslands.
Boðið er upp á ýmsar veitingar og þá geta menn skoðað nýjustu tímarit og blöð sem liggja frammi s.s. Morgunblaðið, Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum og Mýfluguna sem gefin er úr í Mývatnssveit. Það gerist ekki betra.
Það fór vel um þessa erlendu gesti í Gamla bænum í dag.