Þegar ritstjóri heimasíðunnar kom við í Gamla bænum í Reykjahlíð í dag var allt á fullu og gestir komu og fóru. Að sögn starfsmanna hefur mikið verið að gera í allt sumar enda veðrið búið að vera frábært. Neikvæð umræða hefur verið á netmiðlum um verðlag á veitingastöðum í Mývatnssveit sem er ekki alltaf sanngjörn. Veitingastaðurinn Gamli bærinn bíður til dæmis upp á góðar veitingar á sanngjörnu verði.
Patrekur og Baldur höfðu vart undan við að afgreiða gesti í dag.
Gamli bærinn er vinalegur veitingastaður í eini fallegustu náttúru Íslands.
Boðið er upp á ýmsar veitingar og þá geta menn skoðað nýjustu tímarit og blöð sem liggja frammi s.s. Morgunblaðið, Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum og Mýfluguna sem gefin er úr í Mývatnssveit. Það gerist ekki betra.
Það fór vel um þessa erlendu gesti í Gamla bænum í dag.