14 umsóknir um ræstingarstarf

Alls sóttu 14 einstaklingar um starf við ræstingar og þrif á Skrifstofu stéttarfélaganna. Um er að ræða 32% starf. Farið verður yfir umsóknirnar í næstu viku og í kjölfarið verður nýr starfsmaður ráðinn. Þórunn Ágústa Kristjánsdóttir hefur séð um þrifin á Skrifstofu stéttarfélaganna. Henni eru þökkuð vel unnin störf í þágu stéttarfélaganna en hún lætur af störfum í dag.
Nýr starfsmaður mun taka við þrifum á Skrifstofu stéttarfélaganna á næstu vikum.