Sumarstarfsmenn Norðurþings á Raufarhöfn voru á Húsavík í dag. Þeir komu meðal annars við á Skrifstofu stéttarfélaganna til að fá fræðslu um starfsemi stéttarfélaga og kjaramál. Það ánægjulega er að starfsmennirnir óskuðu sérstaklega eftir þessari fræðslu sem er virðingarvert ekki síst þar sem það er mikilvægt fyrir ungt fólk að vera vel inn í sínum málum. Þetta eru greinilega fyrirmyndar unglingar.
Það var töluvert spurt út í starfsemi stéttarfélaga og kjaramál í fræðslufundi Framsýnar í dag með sumarstarfsmönnum Norðurþings á Raufarhöfn.
Fyrirmyndar unglingar frá Raufarhöfn komu í heimsókn í dag.