Atkvæðagreiðsla í gangi

Í gær fór fram kynning á nýgerðum kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Þórshafnar. Kynningin fór fram í íþróttahúsinu á Þórshöfn. Eftir kynninguna hófst atkvæðagreiðsla um samninginn. Þess má geta að sambærilegur fundur verður á Húsavík á fimmtudaginn kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Félagsmenn Framsýnar geta kosið um samninginn á Skrifstofu stéttarfélaganna til 21. júlí.Félagsmenn Verkalýðsfélags Þórshafnar eru hér að kjósa eftir kynninguna í gær.