Keyrt um þjóðveginn

Síðustu daga hafa forsvarsmenn og starfsmenn Framsýnar farið víða um héraðið til að heimsækja félagsmenn og atvinnurekendur. Sérstök áhersla hefur verið lögð á ferðaþjónustustaði.  Næsta vika verður einnig undirlögð fyrir vinnustaðaheimsóknir. Heimasíða stéttarfélaganna verður á vaktinni og mun fjalla um vinnustaðaheimsóknirnar næstu dagana eftir því sem tími gefst til.
Fulltrúar Framsýnar hafa farið víða síðustu dagana og munu halda áfram í vinnustaðaheimsóknum í næstu viku. Áhersla er lögð á að heimsækja ferðaþjónustuaðila.