Fulltrúar Framsýnar hafa verið í sambandi við forsvarsmenn samninganefndar Launanefndar sveitarfélaga síðustu daga en kjarasamningur félagsins við sveitarfélögin hefur verið laus frá því í vor. Því miður hafa aðilar ekki náð saman og að sögn formanns félagsins, Aðalsteins Árna Baldurssonar, er óvíst hvort takist að semja á næstu dögum.
Lítið gengur í samningaviðræðum Framsýnar og Launanefndar sveitarfélaga. Launanefndin semur fyrir hönd sveitarfélaganna í Þingeyjarsýslum við Framsýn.