Kristbjörg Sigurðardóttir lét af störfum sem varaformaður Framsýnar á aðalfundi félagsins síðasta fimmtudag. Við það tækifæri flutti hún þessa ræðu þar sem hún kom inn á afskipti sín að verkalýðsmálum. Í lok ræðunnar var hún hyllt enda skilað frábæru starfi fyrir Framsýn.
Kæru félagar
Mig langar í nokkrum orðum að þakka ykkur fyrir samfylgdina með mér í gegnum tíðina/við störf að verkalýðsmálum. Tíminn er orðin langur sem ég hef dvalið við þessi störf eða frá árinu 1984 þá sem trúnaðarmaður síðan 1989 fer ég í stjórn og frá 1998 sem varaformaður síðastliðin 16 ár.
Um 10 ára skeið var ég formaður Deildar í heilbrigðisþjónustu innan Verkalýðsfélags Húsavíkur sem náði yfir starfsmenn við Sjúkrahúsið og Hvamm einstaklega samheldin og góður hópur sem var með mér þar,, það var að vísu alltaf nóg að gera því eins og í dag voru endalausar hagræðingar og niðurskurður.
Það hefur verið einstaklega ánægjulegt að starfa innan félagsins þetta langa tímabil með öllu þessu góða fólki sem hefur staldrað við með mér mis lengi þó en aldrei hefur komið upp sú staða að margir hafi horfið frá störfum í einu.
Það segir manni að það er mikil samheldni í hópnum sem orsakast segi ég af stefnu Framsýnar og sú stefna viðhelst vegna þess að við höfum öflugan formann talsmann litla mannsins.
Þrátt fyrir þetta hefur ekki alltaf verið auðveldur róðurinn í baráttunni það hefur slegið í brýnur og fólki og félögum úthýst frá borðum sambanda.
En að mínu viti hefur félagið Framsýn komið standandi fá þeim væringum og staðið sína plikt ekki breitt stefnu sinni til að Falla inn í vinsældar Klíku hópinn. Það er mikilvægast að mínu áliti,,, að maður hafi ekki misst sjónar,,, á því hlutverki sem verkalýðsbarátta er,,, og fyrir hvern maður er að vinna,,, vera sjálfum sér samkvæmur,,, þá standi maður af sér áhlaupin með góðri samvisku.
Ég átti mér þann draum að ég myndi geta hætt störfum þegar ég væri sátt við stöðuna í hreyfingunni að allir væru sáttir við laun sín og kjör. Að jöfnuður ríkti meðal fólksins í landinu.
Þessi sýn er ekki í kortunum í náinni framtíð og verkalýðsbaráttan heldur áfram hún er og virðist eilífðarverkefni. Þannig á henni líka alltaf að finnast að hún geti gert betur, í dag en í gær.
Samstarf okkar Kúta hefur verið með afbrigðum gott öll þessi ár ……….. Á einhverjum tímapunkti bauðst mér að koma til starfa inn á skrifstofunni sem ég þáði ekki og tel að hafi verið rétt ákvörðun.
Ég er og hef alltaf verið bara ein af ykkur verkakonan af gólfinu það hefur líka hjálpað mér að hugsa sem slík í minni aðkomu að verkalýðsmálum mín Vaktavinna hefur líka gert það að verkum að ég hef getað sinnt ýmsum störfum í frí tíma mínum að degi til.
Það er bara einn formaður……. en auðvitað hefur hann allt of oft stolið góðum puntum frá mér.
Þakka brautryðjendum og forverum okkar þá baráttu sem þeir háðu við ekki betri kjör og aðstæður en þau sem við búum við í dag. Börðust fyrir svo mörgum af okkar helstu kjararéttindum sem við eigum enn þann dag í dag. Þakka þá sterku stöðu sem félagið Framsýn tók í arf og hefur borið þá gæfu til að viðhalda og efla félagið á alla vegu síðan þá.
Þið þekkið þá von mína og ósk um langt skeið að Framsýn beri þá gæfu til að reisa forverum okkar sanngjarnan mynnisvarða sem prýða megi bæinn okkar.
Góðir félagar án þess að halla á neinn tek ég heillshugar undir orð Kúta í ræðu sinni 1 maí um vináttu okkar, þessi langa samvera okkar hefur mótað okkur og slípað saman þannig að útkoman er eins og hann sagði miklir og persónulegir vinir það verður ekki af okkur tekið í lengd né bráð ótal margar samverustundir höfum við háð í væringum verkalýðsmála sem og Gaman saman á víðum grundvelli.
Kúti minn hafðu mínar bestu þakkir fyrir allar okkar samverustundir við störf okkar hvort sem er í leik eða starfi það verður vissulega erfitt að slíta sig frá þessu nána samstarfi okkar og ykkar kæru félagar en hugga mig við það að nú var mál að linni og tími að hleypa nýjum að.
Ég óska Ósk til hamingju, og óska henni velfarnaðar í þessu nýja hlutverki sínu. Ég þakka þá höfðinglegu gjöf sem mér var færð 1 maí og segi það er alltaf spurning hvað maður á skilið en vissulega er notalegt til þess að vita að einhver hafi haft not að störfum manns.
Ég nýti mér gjöfina ,,,,,,,og ber Gullið með stolti ,,,,,,. Það er ósk mín og von að Framsýn haldi stefnu sinni sýn og aðkomu að verkalýðsmálum af sömu festu og einurð og verði ávalt talsmaður litla mannsins áfram sem hingað til.
Ég kveð með þakklæti og gleði yfir því að hafa átt þess kost að starfa innan félagsins öll þessi 30 ár.
Sameinuð stöndum vér sundruð föllum vér.
Takk fyrir mig
Kristbjörg Sigurðardóttir
Fundarmenn hylltu Kristbjörgu á aðalfundinum með táknrænum hætti.