Talin hafa verið atkvæði vegna samkomulags um breytingar og framlengingu á kjarasamningi milli fjármála og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og Starfsgreinasambands Íslands sem Framsýn á aðild að og reyndar Verkalýðsfélag Þórshafnar líka. Samkomulagið var undirritað 1. apríl síðastliðinn og félagar innan Starfsgreinasambands Íslands greiddu atkvæði um samkomulagið í póstatkvæðagreiðslu. Samningurinn var samþykktur með 71,5% atkvæða en kjörsókn var 30%.
Á kjörskrá: 944 félagsmenn innan Starfsgreinasambands Íslands
Talin atkvæði: 281
Kjörsókn: 29,8%
Já sögðu: 201
Nei sögðu: 75
Auðir og ógildir seðlar voru: 5
Samkomulagið telst því samþykkt með 71,5% greiddra atkvæða.