Spjallað við vegagerðarmenn

Í morgun var komið að því að heimsækja starfsmenn Vegagerðarinnar á Húsavík. Formanni Framsýnar var boðið upp á brauð af bestu gerð og ilmandi kaffi.  Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna fyrir starfsmönnum nýgerðan kjarasamning ríkisins og Starfsgreinasambands Íslands sem Framsýn á aðild að.  Að sjálfsögðu voru önnur mál tekin upp til umræðu s.s atvinnumál á svæðinu.

Hlustað á fyrirlestur um  helstu atriði í nýgerðum kjarasamningi sem formaður Framsýnar fór yfir með starfsmönnum í morgun. Atkvæðagreiðsla er hafin um samninginn.