Helstu atriði úr kjarasamningi við ríkið

Á næstu dögum munu félagsmenn Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar sem starfa hjá ríkinu fá kynningarefni og kjörgögn vegna kjarasamnings Starfsgreinasambands Íslands og Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisjóðs sem var undirritaður 1. apríl sl. Í kynningarefninu má finna m.a. upplýsingar um fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar, helstu atriði samkomulagsins og nýjar launatöflur. Upplýsingarnar eru á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku. Kynningarefni vegna samkomulags við ríkið.Geiri og félagar hjá Vegagerðinni og aðrir ríkisstarfsmenn munu á næstu dögum fá kjörgögn og upplýsingar um kjarasamning ríkisins og SGS sem Framsýn á aðild að. Þess má geta að Framsýn verður með kynningu á samningnum á Vöglum, það er meðal skógræktarmanna á morgun og með vegagerðarmönnum á miðvikudaginn.