Viðræður í gangi

Í dag hafa fulltrúar úr samninganefnd Framsýnar – stéttarfélags sitið á fundum í Karphúsinu, með Ríkissáttasemjara og fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Fundum er lokið í dag og boðað hefur verið til nýs fundar kl. 09:00 í fyrramálið (á föstudag). Fulltrúar Þingiðnar funduðu einnig með sömu aðilum í dag og lögðu fram sínar kröfur.