Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti í kvöld að leita eftir samstarfi við Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Þórshafnar um samstarf í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins um almenna kjarasamninginn. Þá var samþykkt að fara þess á leit við ríkissáttasemjara að hann kalli samningsaðila saman til fundar á næstu dögum.