Ágúst Óskarsson formaður Kjörnefndar Framsýnar segir nefndina vinna að því að klára uppstillingu á stjórn, trúnaðarmannaráð og í aðrar trúnaðarstöður fyrir næsta kjörtímabil, sem er tvö ár. Samtals þurfi að stilla upp um 60 félagsmönnum í trúnaðarstöður.
Að sögn Ágústs hefur gengið vel að stilla upp, líkt og undanfarin ár, enda mikill áhugi fyrir starfsemi félagsins hjá félagsmönnum. Hann sagðist reikna með að tillögum nefndarinnar yrði skilað til stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar á næstu dögum. Í framhaldi af því yrðu þær auglýstar á heimasíðu stéttarfélaganna.
Ljóst er að breyting verður á stjórn félagsins þar sem Kristbjörg Sigurðardóttir varaformaður gefur ekki kost á sér til áframhaldandi settu eftir áratuga trúnaðarstörf fyrir Framsýn.
Mikill áhugi er fyrir starfi Framsýnar og því auðvelt að fá fólk til starfa. Nýr varaformaður verður kjörinn á næsta aðalfundi félagsins þar sem Kristbjörg Sigurðardóttir hefur ákveðið að stiga til hliðar eftir áratuga varaformennsku. Kristbjörg nýtur mikillar virðingar fyrir sín störf í þágu félagsins.