Samið við Símann um viðskipti

Skrifstofa stéttarfélaganna framlengdi í dag samning félagsins við Símann um þjónustu og fjarskipti. Samningurinn er til þriggja ára. Jóhannes Valgeirsson viðskiptastjóri Símans kom á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag og gekk frá samningnum.

 Jóhannes og Huld Aðalbjarnardóttir fjármálastjóri stéttarfélaganna gengu frá samningnum í dag með forstöðumanni skrifstofunnar Aðalsteini Árna Baldurssyni.