Kjörstaður lokar kl. 16:00 í dag

Kjörstað vegna atkvæðagreiðslu um kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands/LÍV sem Framsýn á aðild að lokar í dag kl. 16:00. Kjörsókn hefur verið góð og rétt í þessu komu starfsmenn Fiskeldisins í Haukamýri við til að kjósa. Skorað er á félagsmenn að koma við og kjósa. Úrslitin verða síðan birt í fyrramálið á heimasíðu stéttarfélaganna.

Það voru hressir starfsmenn Fiskeldisins í Haukamýri sem litu við til að greiða atkvæði um kjarasamninginn áður en kjörstað verður lokað síðar í dag. Að sjálfsögðu fengu þeir húfu frá Framsýn eftir að þeir höfðu greitt atkvæði.

Eins og fram kemur í fréttinni hefur kjörsókn verið góð hjá Framsýn, ekki síst í dag þegar atkvæðagreiðslunni er að ljúka.