Örtröð á kjörstað

Hópur félagsmanna Framsýnar kom við í gær til að kjósa um nýgerðan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands/LÍV og Samtaka atvinnulífsins eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Það er von Framsýnar að félagsmenn verði virkir áfram og taki þátt í atkvæðagreiðslunni sem stendur yfir til 21. janúar nk.

Eins

Eins og sjá má var mikið að gera í gær en þá komu um 60 félagsmenn Framsýnar við á Skrifstofu félagsins til að kjósa um kjarasamninginn.