Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar boðar til kynningarfundar í kvöld um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna sem Framsýn á aðild að. Fundurinn hefst kl. 20:00 og er á efri hæðinni fyrir ofan Skrifstofu stéttarfélaganna. Félagar fjölmennið.