Kosning hafin um nýgerða kjarasamninga

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum sem aðild eiga að þeim kjarasamningum sem skrifað var undir 21. janúar hafa hafið atkvæðagreiðslu um samningana. Þau eru Þingiðn, Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Þingiðn hóf sína atkvæðagreiðslu í gær, Verkalýðsfélag Þórshafnar byrjar sína atkvæðagreiðslu í dag kl. 18:00 og atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Framsýnar hefst næsta mánudag. Skorað er á félagsmenn þessara félaga að taka virkan þátt í atkvæðagreiðslunni.

Sigurjón Sigurðsson hóf atkvæðagreiðsluna með því að greiða atkvæði um kjarasamning Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins í gær. Þar með er atkvæðagreiðslan hafin.