Fundarboð frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar

Föstudaginn 10. janúar 2014. kl.17.00 verða nýgerðir kjarasamningar milli Starfgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins kynntir af Aðalsteini Baldurssyni formanni Framsýnar. Fundurinn verður haldinn í matsal Íþróttamiðstöðvarinnar á Þórshöfn. 

Félagsmenn Verkalýðsfélags Þórshafnar eru hvattir til að mæta á fundinn. Hægt verður að kjósa um samninginn á fundinum og einnig á skrifstofu V.Þ. Það er þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í næstu viku. Skrifstofan er opin frá kl. 09:00 til 12:00. 

Kosningu lýkur kl. 12 að hádegi fimmtudaginn 16. janúar.

Rétt er að taka fram að kjarasamningurinn gildir ekki fyrir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum.           

                  Þórshöfn 7.janúar 2014 
                Stjórn Verkalýðsfélags Þórshafnar