Fundað stíft um kjaramál – jólafríið bíður

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur í dag setið á fundum í Reykjavík og yfirfarið tilboð Samtaka atvinnulífsins og útspil ríkistjórnarinnar í skattamálum. Samninganefndin fundaði reyndar í gær líka. Að sögn Aðalsteins formanns Framsýnar, sem verið hefur í sambandi við félaga sína í samninganefndinni í gegnum Skype, er hann mjög óánægður með tilboð SA og tillögur stjórnvalda í skattamálum. Fleiri aðilar innan samninganefndar SGS eru sömu skoðunar og hann.  Reiknað er með fundum fram eftir degi í dag og jafnvel á morgun líka. Formaður Framsýnar er hér á skrifstofunni sinni á Húsavík í beinu sambandi í gegnum Skype suður þar sem kjaraviðræður eru í fullum gangi.

Formaður Framsýnar er hér á skrifstofunni sinni á Húsavík í beinu sambandi í gegnum Skype suður þar sem kjaraviðræður eru í fullum gangi.

Formaður og varaformaður SGS eru hinum megin á línunni ásamt öðrum í samninganefnd Starfsgreinasambandsins.